Fótbolti

Haaland nálgast Manchester City

Atli Arason skrifar
Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund.
Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund. Getty/Mareen Meyer

Öll stærstu lið Evrópu keppast þessa stundina um undirskrift Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund.

Samkvæmt breska miðlinum Football Insider er Manchester City í forystu sæti þess að tryggja sér þjónustu norska markahróksins í sumar. Faðir Erlings, Alf Inge Haaland, spilaði á sínum tíma í þrjú ár hjá Englandsmeisturunum og er hann sagður hafa ráðlagt syni sínum að velja Manchester City fram yfir lið eins og Real Madrid, Paris Saint-German, Manchester United og fleiri.

Erling Haaland er með ákvæði í samningi sínum hjá Dortmund sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið í sumar ef eitthvað félag er tilbúið að greiða 68 milljón punda riftunarákvæðið.

Samband Mino Raiola, umboðsmanns Haaland, og Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, hefur ekki verið gott í gegnum tíðina. Manchester City hefur bannað skjólstæðingum Raiola að eiga í viðskiptum við klúbbinn en núna hefur því banni verið aflétt.

Manchester City seldi Ferran Torres til Barcelona í janúar á 55 milljónir punda, til þess að losa um í bókhaldinu fyrir kaupin á Haaland í sumar.

Sagt er að Dortmund hafi nú þegar boðið Haaland samning sem færir honum hátt í 17 milljón punda á ári en liðið vil að Haaland geri upp hug sinn fyrir lok febrúar mánuðs svo Dortmund geti farið að huga af því að sækja annan framherja í hans stað, ef þess þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×