„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2022 09:03 Sitt sýnist hverjum um hugmyndir Magnette, sem er borgarstjóri þriðju stærstu borgar Belgíu. epa/Stephanie Lecocq Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá. Verslun Belgía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá.
Verslun Belgía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira