Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:10 Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“ Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“
Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39