Nýr banki kominn með starfsleyfi hjá Seðlabankanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2022 18:32 Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur Indó. Aðsend Seðlabanki Íslands veitti í dag áskorendabankanum indó leyfi til að starfa sem sparisjóður. Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum. Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum.
Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00
Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18
Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur