Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 09:10 Skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni í Reykjavík. Vísir/Egill Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21