Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 09:41 Læknavaktin og heilsugæslan munu taka við starfsemi göngudeildar Covid af Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að á þessum tímapunkti veðri starfsemi göngudeildarinnar og fjarþjónusta símavers Landspítala dregin saman. „Mikið veikum einstaklingum og fólki í sérstakri áhættu verður áfram vísað til mats og meðferðar á Landspítala. Fjarþjónusta Landspítala mun áfram meta svör fólks á Heilsuveru og hvort ástæða er til vöktunar símleiðis eða skoðunar á Birkiborg á Landspítala Fossvogi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að spítalinn muni sömuleiðis hafa eftirlit með fólki á farsóttarhótelum eins og þörf krefji. Starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar hafi hnökralausan aðgang að Covid-19 sérfræðingum Landspítala og heilsugæsla sinni áfram greiningu smitaðra með PCR-prófi eða hraðprófi. Heilsuvera verði áfram miðlæg upplýsingalind fyrir smitaða einstaklinga. Þar fái fólk upplýsingar um sýkingu, leiðbeiningar og boð um útfyllingu spurningalista á svokölluðu heilsufarsblaði eftir einkenna verði vart. Þá er gert ráð fyrir að endurnýjun lyfseðla fari að mestu fram á heilsugæslu. Sjúklingar geti nú haft samband á heilsuvera.is annað hvort við netspjall á ytri vef eða sent erindi á „mínar síður“. Þá megi hafa beint samband við heilsugæslutöð eða Læknavakt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 16. febrúar 2022 08:56 Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar milli daga 47 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um sex milli daga. 15. febrúar 2022 09:59 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að á þessum tímapunkti veðri starfsemi göngudeildarinnar og fjarþjónusta símavers Landspítala dregin saman. „Mikið veikum einstaklingum og fólki í sérstakri áhættu verður áfram vísað til mats og meðferðar á Landspítala. Fjarþjónusta Landspítala mun áfram meta svör fólks á Heilsuveru og hvort ástæða er til vöktunar símleiðis eða skoðunar á Birkiborg á Landspítala Fossvogi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að spítalinn muni sömuleiðis hafa eftirlit með fólki á farsóttarhótelum eins og þörf krefji. Starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar hafi hnökralausan aðgang að Covid-19 sérfræðingum Landspítala og heilsugæsla sinni áfram greiningu smitaðra með PCR-prófi eða hraðprófi. Heilsuvera verði áfram miðlæg upplýsingalind fyrir smitaða einstaklinga. Þar fái fólk upplýsingar um sýkingu, leiðbeiningar og boð um útfyllingu spurningalista á svokölluðu heilsufarsblaði eftir einkenna verði vart. Þá er gert ráð fyrir að endurnýjun lyfseðla fari að mestu fram á heilsugæslu. Sjúklingar geti nú haft samband á heilsuvera.is annað hvort við netspjall á ytri vef eða sent erindi á „mínar síður“. Þá megi hafa beint samband við heilsugæslutöð eða Læknavakt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 16. febrúar 2022 08:56 Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar milli daga 47 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um sex milli daga. 15. febrúar 2022 09:59 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 16. febrúar 2022 08:56
Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar milli daga 47 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um sex milli daga. 15. febrúar 2022 09:59
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32