Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. febrúar 2022 12:00 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19