Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 14:57 Konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng ungabarns með náttúrulegar varnir gegn HIV-veirunni. Getty Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt. Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt.
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira