Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 17:30 Heiðar Örn Sigurfinnsson er nýr fréttastjóri RÚV. RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira