Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna Jónsdóttir, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Guðmundur J. Baldursson tókust á um formannsembættið í Eflingu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55