Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:37 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. vísir Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira