Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 23:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins. Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins.
Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira