Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 12:53 Snjórinn hefur fokið upp að ýmsum húsum og bílum í Eyjum og safnast þar saman. Indíana Guðný Kristinsdóttir Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir. Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir.
Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira