Typpi skíðagarps fraus í annað sinn á einu ári: „Einn versti sársauki sem ég hef fundið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Remi Lindholm var líklega feginn þegar hann kom í mark í 30 km skíagöngu karla með frjálsri aðferð í gær. Tom Weller/VOIGT/DeFodi Images via Getty Images Þrátt fyrir að 50 km skíðaganga karla hafi verið stytt um 20 km á seinustu stundu í gær til að vernda keppendur frá veðri og vindum kom það ekki í veg fyrir að finnski skíðagarpurinn Remi Lindholm þurfti að afþýða sérstaklega viðkvæman líkamspart að keppni lokinni. Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira