Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 19:35 Viktor Khrenin er varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Stöð 2 Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira