Jamel Edwards stofnaði tónlistarfyrirtækið SBTV sem hefur komið stjörnum á borð við Ed Sheeran og Skepta á kortið. Þá naut hann mikilla vinsælda á Youtube.
Edwards var sæmdur heiðursorðunni MBE árið 2014 fyrir framlag sitt til breskrar tónlistar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um andlát hans.
Þá var hann andlit the Prince's trust sem eru góðgerðasamtök Karls Bretaprins sem hjálpa ungu fólki að stofna eigin fyrirtæki.
Jamal var sonur söng- og sjónvarpskonunnar Brendu Edwards.
Ekkert liggur fyrir enn um dánarorsök hans.