Gömul NBA-stjarna sló til annars þjálfara í háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Juwan Howard er nú þjálfari Michigan Wolverines. Getty/Michael Hickey Mikil læti brutust út í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir leik í gær, leik sem vannst þó örugglega með fjórtán stiga mun. Ástæðan var að gömul stjarna úr NBA-boltanum var ekki par sáttur með leikhlé þjálfara hins liðsins undir blálok leiksins. Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Leik lokið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Leik lokið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira