Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki í peningana í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 14:01 Bryson DeChambeau og Dustin Johnson hafa nú báðir stigið fram og komið sinni framtíð á hreint. Getty/Stan Badz Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki að fórna PGA-mótaröðinni og Ryderbikarnum fyrir peningana í nýju mótaröðinni í Sádí Arabíu. Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira