Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 16:39 Úkraínskir landamæraverðir við eftirlitsstöð mitt á milli yfirráðasvæðis úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35