Ísak Bergmann einfaldlega skilinn eftir utan hóps | Lék með varaliðinu í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 23:01 Ísak Bergmann í leik varaliðs FC Kaupmannahafnar í dag. FCK Það vakti mikla athygli er Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar er danska úrvalsdeildin í knattspyrnu fór aftur af stað eftir vetrarfrí um helgina. Þjálfari liðsins sagði Ísak Bergmann einfaldlega hafa verið skilinn eftir utan hóps að þessu sinni. FC Kaupmannahöfn vann OB 1-0 í fyrsta leik sínum eftir vetrarfrí en eins og ótrúlegt og það hljómar var enginn Íslendingur á vellinum. Ísak Bergmann var utan hóps hjá FCK líkt og Andri Fannar Baldursson, Orri Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson. Þá er Aron Elís Þrándarson fjarri góðu gamni hjá OB. Jess Thorup, þjálfari Kaupmannahafnarliðsins, sagði í viðtali við danska miðilinn Bold.dk að Ísak Bergmann hefði einfaldlega ekki verið valinn í leikmannahóp liðsins að þessu sinni. Vissulega hefði hann greinst með kórónuveiruna í æfingaferð liðsins og því ekki náð að æfa eins vel og aðrir leikmenn liðsins. Að því sögðu skoraði Ísak Bergmann tvö mörk er FCK lagði Breiðablik 4-3 í síðasta leik liðsins á Atlantic Cup í Portúgal. „Ísak Bergmannhefur gert mjög vel. Hann er að bæta sig mikið dag frá degi og er að taka skref í rétta átt. Samkeppnin í liðinu er mikil og þannig hefur það alltaf verið þegar FCK er upp á sitt besta.“ „Við erum með gott umhverfi þar sem menn læra mikið á hverri æfingu. Við stefnum á að fara langt í Evrópu svo við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda,“ sagði Thorup við Bold.dk en hann var einnig spurður út í fjarveru Akinkunmi Amoo. Dagens reserveligakamp i Farum endte med en 3-0-sejr til @FCNordsjaelland efter 1-0 ved pausen #fcklive https://t.co/fCIlpfCfcz— F.C. København (@FCKobenhavn) February 21, 2022 Sá er líkt og Ísak Bergmann einn af dýrari leikmönnum liðsins. Báðir tveir voru í byrjunarliði varaliðs FCK sem tapaði 3-0 fyrir varaliði FC Nordsjælland í dag. Orri Óskarsson kom inn af varamannabekk FCK í leiknum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sjá meira
FC Kaupmannahöfn vann OB 1-0 í fyrsta leik sínum eftir vetrarfrí en eins og ótrúlegt og það hljómar var enginn Íslendingur á vellinum. Ísak Bergmann var utan hóps hjá FCK líkt og Andri Fannar Baldursson, Orri Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson. Þá er Aron Elís Þrándarson fjarri góðu gamni hjá OB. Jess Thorup, þjálfari Kaupmannahafnarliðsins, sagði í viðtali við danska miðilinn Bold.dk að Ísak Bergmann hefði einfaldlega ekki verið valinn í leikmannahóp liðsins að þessu sinni. Vissulega hefði hann greinst með kórónuveiruna í æfingaferð liðsins og því ekki náð að æfa eins vel og aðrir leikmenn liðsins. Að því sögðu skoraði Ísak Bergmann tvö mörk er FCK lagði Breiðablik 4-3 í síðasta leik liðsins á Atlantic Cup í Portúgal. „Ísak Bergmannhefur gert mjög vel. Hann er að bæta sig mikið dag frá degi og er að taka skref í rétta átt. Samkeppnin í liðinu er mikil og þannig hefur það alltaf verið þegar FCK er upp á sitt besta.“ „Við erum með gott umhverfi þar sem menn læra mikið á hverri æfingu. Við stefnum á að fara langt í Evrópu svo við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda,“ sagði Thorup við Bold.dk en hann var einnig spurður út í fjarveru Akinkunmi Amoo. Dagens reserveligakamp i Farum endte med en 3-0-sejr til @FCNordsjaelland efter 1-0 ved pausen #fcklive https://t.co/fCIlpfCfcz— F.C. København (@FCKobenhavn) February 21, 2022 Sá er líkt og Ísak Bergmann einn af dýrari leikmönnum liðsins. Báðir tveir voru í byrjunarliði varaliðs FCK sem tapaði 3-0 fyrir varaliði FC Nordsjælland í dag. Orri Óskarsson kom inn af varamannabekk FCK í leiknum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sjá meira