Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:01 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Hagstofuna standa í vegi breytinga á hlut þróuns húsnæðisverðs í neysluvísitölunni. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn. Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15