Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:20 Mótmælt hefur verið við sendiráð Rússa víða um Evrópu í dag. Þessi mynd var hins vegar tekin á samstöðufundi á Maidan torgi í Kænugarði hinn 12. febrúar. Þar áttu sér stað blóðug átök þegar forseta landsins var steypt árið 2014 og leyniskyttur stjórnvalda skutu á óbreytta borgara, meðal annars úr gluggum hótelsins sem sést fyrir miðri mynd. Getty/Chris McGrath Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. Vladimir Putin forseti Rússlands greindi frá því í gærkvöldi að Rússar hefðu viðurkennt sjálfstæði alþýðulýðveldanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu og að rússneskar hersveitir yrðu sendar þangað til friðargæslu. Rússneska þingið Duman samþykkt síðan aðgerðir hans með öllum greiddum atkvæðum í dag og heimilaði honum að beita rússnesku hervaldi utan landamæranna. Putin segir Úkraínu ekki eiga sér neina sögulega réttlætingu enda hafi hún verið sköpuð af Lenín á sínum tíma. Rússum stafi ógn af Úkraínu sem byggi yfir rússneskri tækni til smíði kjarnorkuvopna. „Við getum ekki leitt þessa ógn hjá okkur. Sérstaklega í ljósi þess að vestrænir bandamenn gætu ýtt undir að slík vopn verði framleidd í Úkraínu til að skapa enn eina ógnina gegn landi okkar. Við sjáum hversu ákveðið her stjórnvalda í Kænugarði hefur verið fílefldur,“ sagði Putin m.a. í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Vladimir Putin forseti Rússlands skrifar undir viðurkenningu á sjálfstæði alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk eins og Rússar kalla austurhéruð Úkraínu, í gærkvöldi.Getty/Alexei Nikolsky Samkæmt ákvörðun rússneska þingsins í dag munu Rússar sjá um öll fjármál og bankaviðskipti Donetsk og Luhansk þar sem rússneska rúblan verður gjaldmiðill. Bandaríkjastjórn greinir frá refsiaðgerðum sínum nú í kvöld. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins munu beinast að rússneskum bönkum og aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum. Þá beinast þær gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi sem komu að ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Bretar loka á fimm banka og frysta eignir vina Putins Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá aðgerðum gegn fimm rússneskum bönkum og þremur milljarðamæringum sem tengjast Putin. Eignir þeirra verði frystar, þeim meinað að koma til Bretlands og Bretum bannað að eiga samskipti við þá. Boris Johnson fundaði nýlega með Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu og hefur nú kynnt fyrstu refsiaðgerðirnar gegn Rússum.Getty/Peter Nicholls „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þeim aðgerðum sem við erum reiðubúin að grípa til. Fleiri aðgerðir eru tilbúnar og verða kynntar samhliða aðgerðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins ef staðan stigmagnast enn frekar,“ sagði Johnson á breska þinginu í dag við góðar undirtektir þingheims. Þá hafa Þjóðverjar ákveðið að ekkert verði að opnun annarar gasleiðslu Rússa til Þýskalands. En Þjóðverjar og fleiri evrópuþjóðir flytja nú þegar inn mikið magn af jarðgasi frá Rússlandi. Sá innflutningur hefur reyndar verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem hafa lengi varað við því að Evrópumenn verði of háðir Rússum í orkumálum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti landa sína og aðraí dag til að sýna stilling. Hann sagði þær refsiaðgerðir sem kynntar hafa verið þó nauðsynlegar. Rússa hefðu nú lögleitt hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu sem staðið hafi yfir allt frá 2014 með því að senda hersveitir í nafni friðargæslu í austurhluta landsins. „Ríki sem hefur stutt stríð í átta ár getur ekki gætt friðar,“ segir Zelenskyy. Enginn sér fyrir endann á þeim hildarleik sem Rússar hafa hafið með innrás sinni í Úkraínu sem hæglega getur endað með blóðugri styrjöld. Íslensk stjórnvöld eins og stjórnvöld annarra vestrænna ríkja hafa mótmælt þessum aðgerðum og munu taka þátt í refsiaðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að enn verði hægt að leita friðsamlegra lausna í Úkraínu. Íslendingar muni fylgja evrópuríkjum í refsiaðgerðum þeirra gagnvart Rússlandi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna við sendiherra Íslands í Moskvu í dag. Hún segir Rússa brjóta alþjóðalög með því að fara yfir landamæri sjálfstæðs ríkis. Vonandi verði haldið áfram að leita friðsamlegra lausna. „Það er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll í Evrópu ef þarna fara að brjótast út átök. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara. Maður getur ímyndað sér að það muni hafa mikil áhrif á flótta fólks frá þessum svæðum. Þannig að þetta er auðvitað risamál fyrir okkur öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Átök í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands greindi frá því í gærkvöldi að Rússar hefðu viðurkennt sjálfstæði alþýðulýðveldanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu og að rússneskar hersveitir yrðu sendar þangað til friðargæslu. Rússneska þingið Duman samþykkt síðan aðgerðir hans með öllum greiddum atkvæðum í dag og heimilaði honum að beita rússnesku hervaldi utan landamæranna. Putin segir Úkraínu ekki eiga sér neina sögulega réttlætingu enda hafi hún verið sköpuð af Lenín á sínum tíma. Rússum stafi ógn af Úkraínu sem byggi yfir rússneskri tækni til smíði kjarnorkuvopna. „Við getum ekki leitt þessa ógn hjá okkur. Sérstaklega í ljósi þess að vestrænir bandamenn gætu ýtt undir að slík vopn verði framleidd í Úkraínu til að skapa enn eina ógnina gegn landi okkar. Við sjáum hversu ákveðið her stjórnvalda í Kænugarði hefur verið fílefldur,“ sagði Putin m.a. í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Vladimir Putin forseti Rússlands skrifar undir viðurkenningu á sjálfstæði alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk eins og Rússar kalla austurhéruð Úkraínu, í gærkvöldi.Getty/Alexei Nikolsky Samkæmt ákvörðun rússneska þingsins í dag munu Rússar sjá um öll fjármál og bankaviðskipti Donetsk og Luhansk þar sem rússneska rúblan verður gjaldmiðill. Bandaríkjastjórn greinir frá refsiaðgerðum sínum nú í kvöld. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins munu beinast að rússneskum bönkum og aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum. Þá beinast þær gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi sem komu að ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Bretar loka á fimm banka og frysta eignir vina Putins Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá aðgerðum gegn fimm rússneskum bönkum og þremur milljarðamæringum sem tengjast Putin. Eignir þeirra verði frystar, þeim meinað að koma til Bretlands og Bretum bannað að eiga samskipti við þá. Boris Johnson fundaði nýlega með Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu og hefur nú kynnt fyrstu refsiaðgerðirnar gegn Rússum.Getty/Peter Nicholls „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þeim aðgerðum sem við erum reiðubúin að grípa til. Fleiri aðgerðir eru tilbúnar og verða kynntar samhliða aðgerðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins ef staðan stigmagnast enn frekar,“ sagði Johnson á breska þinginu í dag við góðar undirtektir þingheims. Þá hafa Þjóðverjar ákveðið að ekkert verði að opnun annarar gasleiðslu Rússa til Þýskalands. En Þjóðverjar og fleiri evrópuþjóðir flytja nú þegar inn mikið magn af jarðgasi frá Rússlandi. Sá innflutningur hefur reyndar verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem hafa lengi varað við því að Evrópumenn verði of háðir Rússum í orkumálum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti landa sína og aðraí dag til að sýna stilling. Hann sagði þær refsiaðgerðir sem kynntar hafa verið þó nauðsynlegar. Rússa hefðu nú lögleitt hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu sem staðið hafi yfir allt frá 2014 með því að senda hersveitir í nafni friðargæslu í austurhluta landsins. „Ríki sem hefur stutt stríð í átta ár getur ekki gætt friðar,“ segir Zelenskyy. Enginn sér fyrir endann á þeim hildarleik sem Rússar hafa hafið með innrás sinni í Úkraínu sem hæglega getur endað með blóðugri styrjöld. Íslensk stjórnvöld eins og stjórnvöld annarra vestrænna ríkja hafa mótmælt þessum aðgerðum og munu taka þátt í refsiaðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að enn verði hægt að leita friðsamlegra lausna í Úkraínu. Íslendingar muni fylgja evrópuríkjum í refsiaðgerðum þeirra gagnvart Rússlandi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna við sendiherra Íslands í Moskvu í dag. Hún segir Rússa brjóta alþjóðalög með því að fara yfir landamæri sjálfstæðs ríkis. Vonandi verði haldið áfram að leita friðsamlegra lausna. „Það er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll í Evrópu ef þarna fara að brjótast út átök. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara. Maður getur ímyndað sér að það muni hafa mikil áhrif á flótta fólks frá þessum svæðum. Þannig að þetta er auðvitað risamál fyrir okkur öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Átök í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. 21. febrúar 2022 21:48
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02