Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:43 Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld. Drew Angerer/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39