Haukur Helgi: Við erum með hörkulið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 11:00 Haukur Helgi Pálsson er kominn af stað á ný og verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Stöð2 Sport Haukur Helgi Pálsson leikur vonandi sinn fyrsta landsleik í 1099 daga þegar Ísland spilar við Ítali á Ásvöllum. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur. HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira