KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 15:30 Phil Mickelson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu. getty/Luke Walker Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar. Golf Sádi-Arabía Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar.
Golf Sádi-Arabía Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira