Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 17:01 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolsky Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. Eins og frægt er hafa Rússar flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, hafa ríkt frá árinu 2014. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og skrifaði undir varnarsáttmála við leiðtoga þeirra. Pútín fékk svo í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Sjá einnig: Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á þessu korti má sjá muninn á formlegum landamærum héraðanna og hvaða svæðum aðskilnaðarsinnar og Rússar stjórna. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Haldið er upp á svokallaðan Föðurlandsdag í Rússlandi í dag og tók Pútín þátt í minningarathöfn þar sem fallinna hermanna Rússlands var minnst. Þriðjungur hermanna í viðbragðsstöðu Tölur um fjölda rússneskra hermanna við landamæri Rússlands hafa verið á bilinu 150 til 180 þúsund. Undanfarna daga hafa þó borist fregnir af því að margir þeirra hafi fært sig úr tímabundnum bækistöðvum sínum á svæðinu og nær landamærum Úkraínu. Vestrænir ráðamenn hafa sagt rússneska herinn í viðbragðsstöðu fyrir innrás í Úkraínu. Óljóst er þó hve lengi hægt er að halda hermönnum í þessari viðbragðsstöðu. Í greiningu Guardian segir að það sé erfitt í meira en nokkra daga. Því þurfi Pútín að taka ákvörðun fljótt um sín næstu skref. Rússneskir hermenn í Rostov, nærri landamærum Úkraínu.EPA Af þeim hermönnum sem eru við landamæri Úkraínu er um þriðjungur þeirra talinn í viðbragðsstöðu. Einn heimildarmaður Guardian sagði á mánudaginn að erfitt væri að halda þeim í þeim stöðum lengur en í nokkra daga. Aðrir sérfræðingar slógu svipaða strengi en vandræði hersins snúa til að mynda að matvælum, eldsneyti og öðrum birgðum fyrir hermenn, auk þess sem þá skortir jafnvel skjól og húsnæði. Auk þess að senda hermennina til Úkraínu stendur Pútín helst frammi fyrir tveimur öðrum möguleikum. Annar þeirra er að senda hermennina heim til stöðva sinna víðsvegar um Rússland. Hinn möguleikinn er að senda þá aftur í tímabundnar bækistöðvar nærri Úkraínu þar sem auðveldar er að koma birgðum til þeirra aftur og halda í senn þrýstingi á Úkraínu og Evrópu. Neyðarástand og tölvuárás í Úkraínu Í Úkraínu hafa fyrrverandi hermenn verið kallaðir í herinn á nýjan leik og stendur til að lýsa yfir neyðarástandi í minnst þrjátíu daga. Þingið á eftir að samþykkja það en þegar þing var að koma saman í dag hófst umfangsmikil tölvuárás á opinberar stofnanir og fyrirtæki eins og banka í Úkraínu sem hefur leitt til tafa. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB.EPA/RONALD WITTEK Neyðarfundur hjá Evrópusambandinu Allir 27 þjóðarleiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á sérstökum neyðarfundi á morgun. Þar munu þeir ræða frekari viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu. Í bréfi sem Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, sendi til þjóðarleiðtoga í dag sagði hann breytingar landamæra með valdi og þvingunum ættu ekki heima í 21. öldinni. Hann þakkaði leiðtogunum fyrir skjót viðbrögð varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sem samþykktar voru í dag. „Herskáar aðgerðir Rússlands brjóta gegn alþjóðalögum og fullveldi Úkraínu. Þær grafa einnig undan öryggi Evrópu,“ skrifaði Michel. „Það er mikilvægt að við höldum áfram sameinaðir, staðfastir og skipuleggjum nálgun okkar saman.“ Frysta eigur og loka á ferðalög Evrópusambandið opinberaði í dag frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. Þær ná til hundruða þingmanna, embættismanna og annarra, auk fyrirtækja og stofnanna. Í mestu snúast þær um að frysta eigur viðkomandi aðila innan ESB og meina viðkomandi að ferðast til ríkja sambandsins. Ráðamenn í Rússlandi segjast þó ekki óttast þær refsiaðgerðir sem hafa verið tilkynntar og segjast ætla að beita eigin refsiaðgerðum gegn þeim sem hafi beitt sér gegn Rússlandi. Ekki bara að endurteikna landamæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði á blaðamannafundi í dag að mikið væri undir í þessari krísu og að hættan á átökum væri raunveruleg. „Rússar eru að nota vald, ekki eingöngu til að teikna upp ný landamæri í Evrópu, heldur til að reyna að endurreisa grunn öryggiskerfis heimsins,“ sagði Stoltenberg meðal annars. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Eins og frægt er hafa Rússar flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, hafa ríkt frá árinu 2014. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og skrifaði undir varnarsáttmála við leiðtoga þeirra. Pútín fékk svo í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Sjá einnig: Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á þessu korti má sjá muninn á formlegum landamærum héraðanna og hvaða svæðum aðskilnaðarsinnar og Rússar stjórna. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Haldið er upp á svokallaðan Föðurlandsdag í Rússlandi í dag og tók Pútín þátt í minningarathöfn þar sem fallinna hermanna Rússlands var minnst. Þriðjungur hermanna í viðbragðsstöðu Tölur um fjölda rússneskra hermanna við landamæri Rússlands hafa verið á bilinu 150 til 180 þúsund. Undanfarna daga hafa þó borist fregnir af því að margir þeirra hafi fært sig úr tímabundnum bækistöðvum sínum á svæðinu og nær landamærum Úkraínu. Vestrænir ráðamenn hafa sagt rússneska herinn í viðbragðsstöðu fyrir innrás í Úkraínu. Óljóst er þó hve lengi hægt er að halda hermönnum í þessari viðbragðsstöðu. Í greiningu Guardian segir að það sé erfitt í meira en nokkra daga. Því þurfi Pútín að taka ákvörðun fljótt um sín næstu skref. Rússneskir hermenn í Rostov, nærri landamærum Úkraínu.EPA Af þeim hermönnum sem eru við landamæri Úkraínu er um þriðjungur þeirra talinn í viðbragðsstöðu. Einn heimildarmaður Guardian sagði á mánudaginn að erfitt væri að halda þeim í þeim stöðum lengur en í nokkra daga. Aðrir sérfræðingar slógu svipaða strengi en vandræði hersins snúa til að mynda að matvælum, eldsneyti og öðrum birgðum fyrir hermenn, auk þess sem þá skortir jafnvel skjól og húsnæði. Auk þess að senda hermennina til Úkraínu stendur Pútín helst frammi fyrir tveimur öðrum möguleikum. Annar þeirra er að senda hermennina heim til stöðva sinna víðsvegar um Rússland. Hinn möguleikinn er að senda þá aftur í tímabundnar bækistöðvar nærri Úkraínu þar sem auðveldar er að koma birgðum til þeirra aftur og halda í senn þrýstingi á Úkraínu og Evrópu. Neyðarástand og tölvuárás í Úkraínu Í Úkraínu hafa fyrrverandi hermenn verið kallaðir í herinn á nýjan leik og stendur til að lýsa yfir neyðarástandi í minnst þrjátíu daga. Þingið á eftir að samþykkja það en þegar þing var að koma saman í dag hófst umfangsmikil tölvuárás á opinberar stofnanir og fyrirtæki eins og banka í Úkraínu sem hefur leitt til tafa. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB.EPA/RONALD WITTEK Neyðarfundur hjá Evrópusambandinu Allir 27 þjóðarleiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á sérstökum neyðarfundi á morgun. Þar munu þeir ræða frekari viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu. Í bréfi sem Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, sendi til þjóðarleiðtoga í dag sagði hann breytingar landamæra með valdi og þvingunum ættu ekki heima í 21. öldinni. Hann þakkaði leiðtogunum fyrir skjót viðbrögð varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sem samþykktar voru í dag. „Herskáar aðgerðir Rússlands brjóta gegn alþjóðalögum og fullveldi Úkraínu. Þær grafa einnig undan öryggi Evrópu,“ skrifaði Michel. „Það er mikilvægt að við höldum áfram sameinaðir, staðfastir og skipuleggjum nálgun okkar saman.“ Frysta eigur og loka á ferðalög Evrópusambandið opinberaði í dag frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. Þær ná til hundruða þingmanna, embættismanna og annarra, auk fyrirtækja og stofnanna. Í mestu snúast þær um að frysta eigur viðkomandi aðila innan ESB og meina viðkomandi að ferðast til ríkja sambandsins. Ráðamenn í Rússlandi segjast þó ekki óttast þær refsiaðgerðir sem hafa verið tilkynntar og segjast ætla að beita eigin refsiaðgerðum gegn þeim sem hafi beitt sér gegn Rússlandi. Ekki bara að endurteikna landamæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði á blaðamannafundi í dag að mikið væri undir í þessari krísu og að hættan á átökum væri raunveruleg. „Rússar eru að nota vald, ekki eingöngu til að teikna upp ný landamæri í Evrópu, heldur til að reyna að endurreisa grunn öryggiskerfis heimsins,“ sagði Stoltenberg meðal annars.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43