Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:08 Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í morgun. EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Sjá meira
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23