Segja Vöndu hafa svarað móður Arons og rangt að upp úr hafi soðið Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 10:16 Óvissa ríkir um framtíð Arons Einars Gunnarssonar með landsliðinu og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður var spurð út í hana á súpufundi á Akureyri í síðustu viku. Vilhelm/Hulda Margrét Þórsarar á Akureyri hafa sent frá sér athugasemd vegna fréttaflutnings af súpufundi í síðustu viku, þar sem móðir Arons Einars Gunnarssonar spurði Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, út í framtíð Arons með landsliðinu. Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson KSÍ Fótbolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Sjá meira
Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
KSÍ Fótbolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Sjá meira