Verkefni flutt frá Þjóðskrá Íslands í uppstokkun innviðaráðuneytisins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 18:25 Forstjóri Þjóðskrár Íslands segist sjá tækifæri í breytingunum. Vísir/Vilhelm Verkefni tengd fasteignaskrá- og fasteignamati verða flutt frá Þjóðskrá Íslands og yfir til húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Breytingarnar voru kynntar í dag. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, er með þessu stigið stórt skref til að samhæfa og einfalda þjónustu á vegum hins opinbera. „Við viljum stöðugt bæta þjónustu við samfélagið og með því að færa fasteignaskrána til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar getur fólk nú leitað á einn stað með erindi tengd fasteignum og húsnæðismálum.“ Hann segir tilganginn að auka yfirsýn til að gera stjórnvöldum kleift að gera markvissari aðgerðir til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þjóðskrá Íslands gegnir mikilvægu hlutverki eftir breytingarnar og þar starfar öflugt fagfólk, sem mun taka þátt í að efla enn frekar þjónustu á vegum stofnunarinnar,“ bætir Sigurður Ingi við. Engar uppsagnir Engar uppsagnir verða í tengslum við þessi umskipti og starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins áfram starfræktar. Um 100 manns starfa hjá Þjóðskrá Íslands og tæpur helmingur þeirra vinnur að verkefnum tengdum fasteignasviði. Hermann Jónasson, starfandi forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, segist hlakka til samstarfsins við Þjóðskrá. „Verkefni okkar verður að samþætta verkefni, einfalda þjónustuferla og veita afbragðs þjónustu til allra þeirra sem til okkar leita. Í þessum breytingum eru skýr sóknarfæri til að bæta þjónustu á þessu mikilvæga sviði,“ segir Hermann ennfremur í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Auk verkefna tengdum fasteignaskrá, fasteignamat og útreikningi á álagningu sveitarfélaga færaast einnig yfir ýmis verkefni á stoðþjónustusviðum Þjóðskrár yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, er með þessu stigið stórt skref til að samhæfa og einfalda þjónustu á vegum hins opinbera. „Við viljum stöðugt bæta þjónustu við samfélagið og með því að færa fasteignaskrána til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar getur fólk nú leitað á einn stað með erindi tengd fasteignum og húsnæðismálum.“ Hann segir tilganginn að auka yfirsýn til að gera stjórnvöldum kleift að gera markvissari aðgerðir til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þjóðskrá Íslands gegnir mikilvægu hlutverki eftir breytingarnar og þar starfar öflugt fagfólk, sem mun taka þátt í að efla enn frekar þjónustu á vegum stofnunarinnar,“ bætir Sigurður Ingi við. Engar uppsagnir Engar uppsagnir verða í tengslum við þessi umskipti og starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins áfram starfræktar. Um 100 manns starfa hjá Þjóðskrá Íslands og tæpur helmingur þeirra vinnur að verkefnum tengdum fasteignasviði. Hermann Jónasson, starfandi forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, segist hlakka til samstarfsins við Þjóðskrá. „Verkefni okkar verður að samþætta verkefni, einfalda þjónustuferla og veita afbragðs þjónustu til allra þeirra sem til okkar leita. Í þessum breytingum eru skýr sóknarfæri til að bæta þjónustu á þessu mikilvæga sviði,“ segir Hermann ennfremur í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Auk verkefna tengdum fasteignaskrá, fasteignamat og útreikningi á álagningu sveitarfélaga færaast einnig yfir ýmis verkefni á stoðþjónustusviðum Þjóðskrár yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira