Versti dagur í langan tíma Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 08:01 Rauður dagur í ljósi stríðsátaka. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21