Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 20:16 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. AP Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira