Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 05:05 Helena Lind Svansdóttir ilmmeðferðarfræðingur í orlofi í Mjóafirði. Einar Árnason Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20