Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2022 08:01 Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun