Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 14:14 Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í nóvember 2016, skömmu áður en henni var flogið til Íslands. Mynd/LeipzigHalle-flugvöllur. Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli: Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli:
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26