Rússar og Úkraínumenn hittast til friðarviðræðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 14:12 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hefur samþykkt friðarviðræður á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Skjáskot Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur samþykkt að senda nefnd til landamæra Hvíta-Rússlands til friðarviðræðna við rússneska sendinefnd sem kom til landsins í dag. Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16
Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00