Ég las það í Samúel Álfur Birkir Bjarnason skrifar 1. mars 2022 11:30 Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun