Hættur eftir að hann var skotinn niður: Hræddur um heilsuna og vinnu sína sem arkitekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 08:32 Brynjar Darri Baldursson gengur af velli eftir að hafa verið skotinn niður. Jóhanna Björk Gylfadóttir sjúkraþjálfari hefur auðvitað áhyggjur af honum. S2 Sport Handboltamarkvörðurinn Brynjar Darri Baldursson er hættur í handbolta og það er ekki af góðu. Hann var skotinn niður í síðasta leik sínum með Stjörnunni og tók þá strax ákvörðun, vinnunnar og fjölskyldunnar vegna, að hætta að verða fyrir skotum andstæðinganna. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira