Valieva bönnuð á HM en ekki vegna lyfjaneyslu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 09:30 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem að hún hefur ekki enn verið dæmd í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún missti hins vegar af verðlaunum í einstaklingskeppni eftir röð mistaka, eftir að hafa verið undir óhemju miklu álagi á leikunum. Getty/Nikolay Muratkin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva, sem vakti svo mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Frakklandi síðar í þessum mánuði. Valieva féll á lyfjaprófi í desember en hefur ekki enn verið úrskurðuð í keppnisbann vegna þess. Ástæðan fyrir því að hún fær ekki að keppa á HM er sú að hún er rússnesk. Alþjóða skautasambandið hefur gefið út að keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái ekki að keppa á mótum á vegum sambandsins, vegna stríðsins í Úkraínu. Hvíta-Rússland hefur sýnt innrás Rússa í Úkraínu stuðning. Þetta þýðir að Valieva, sem af flestum var álitin sigurstranglegust á HM, Ólympíumeistarinn Anna Shcherbakova og silfurverðlaunahafinn frá því í Peking, Alexandra Trusova, missa allar af heimsmeistaramótinu. Alþjóða skautasambandið fer með aðgerðum sínum eftir tilmælum alþjóða ólympíunefndarinnar líkt og flest alþjóðleg íþróttasambönd hafa gert, með því að banna Rússum að keppa á alþjóðlegum mótum á meðan á innrásinni í Úkraínu stendur. Skautaíþróttir Tengdar fréttir Kamila brosandi og þakklát á samfélagmiðlum sínum Hin fimmtán ára gamal Kamilu Valievu sýndi heiminum aðra mynd af sér þegar hún gerði upp Ólympíuleikana. 22. febrúar 2022 08:31 Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31 Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna. 18. febrúar 2022 10:31 Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. 18. febrúar 2022 12:31 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Valieva féll á lyfjaprófi í desember en hefur ekki enn verið úrskurðuð í keppnisbann vegna þess. Ástæðan fyrir því að hún fær ekki að keppa á HM er sú að hún er rússnesk. Alþjóða skautasambandið hefur gefið út að keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái ekki að keppa á mótum á vegum sambandsins, vegna stríðsins í Úkraínu. Hvíta-Rússland hefur sýnt innrás Rússa í Úkraínu stuðning. Þetta þýðir að Valieva, sem af flestum var álitin sigurstranglegust á HM, Ólympíumeistarinn Anna Shcherbakova og silfurverðlaunahafinn frá því í Peking, Alexandra Trusova, missa allar af heimsmeistaramótinu. Alþjóða skautasambandið fer með aðgerðum sínum eftir tilmælum alþjóða ólympíunefndarinnar líkt og flest alþjóðleg íþróttasambönd hafa gert, með því að banna Rússum að keppa á alþjóðlegum mótum á meðan á innrásinni í Úkraínu stendur.
Skautaíþróttir Tengdar fréttir Kamila brosandi og þakklát á samfélagmiðlum sínum Hin fimmtán ára gamal Kamilu Valievu sýndi heiminum aðra mynd af sér þegar hún gerði upp Ólympíuleikana. 22. febrúar 2022 08:31 Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31 Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna. 18. febrúar 2022 10:31 Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. 18. febrúar 2022 12:31 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Kamila brosandi og þakklát á samfélagmiðlum sínum Hin fimmtán ára gamal Kamilu Valievu sýndi heiminum aðra mynd af sér þegar hún gerði upp Ólympíuleikana. 22. febrúar 2022 08:31
Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31
Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna. 18. febrúar 2022 10:31
Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. 18. febrúar 2022 12:31