Kapphlaupið um milljónirnar í Garðabæ Ingvar Arnarson skrifar 2. mars 2022 18:00 Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun