Mikil gæði á Kópavogsvelli en þunnskipaðir fram á við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 10:01 Kristinn Steindórsson fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Hann er sem stendur aðal - og eini - framherji Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Breiðablik rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð, markmið sumarsins er því einkar einfalt: landa báðum titlunum sem í boði eru. Til þessa hefur Vísir fjallað um offramboð á sóknarþenkjandi leikmönnum í herbúðum Íslands- og bikarmeistara Víkings sem og Val sem hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum. Bæði lið hafa svo styrkt sig enn frekar frá því að greinarnar birtust og hver veit nema Blikar geri slíkt hið sama áður en Besta deildin hefst með pompi og prakt þann 18. apríl. Breiðablik var hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Tvær vítaspyrnur, önnur í vesturbæ Reykjavíkur og hin í Hafnafirði, þýddu að á endanum stóð Víkingur uppi sem Íslandsmeistari árið 2022. Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans hjá Breiðablik hafa hins vegar tilkynnt landi og þjóð að í sumar sé stefnan sett á að landa þeim stóra. Margir horfnir á braut Lið Breiðabliks er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð og hafa nokkrir stórir póstar horfið á braut. Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hóf tímabilið 2021 með Blikum en var seldur til CF Montréal skömmu síðar. Hægri bakvörðurinn Davíð Örn Atlason er genginn í raðir Víkings á nýjan leik. Hann var mikið meiddur síðasta sumar en kom að endingu við sögu í 10 deildarleikjum. Alexander Helgi Sigurðarson lék stórt hlutverk á miðju liðsins en er nú farinn í nám til Svíþjóðar og hefur fengið félagaskipti í Vasalunds IF. Miðjumaðurinn orkumikli Finnur Orri Margeirsson gekk í raðir FH. Ekki í fyrsta skipti á ferlinum en að þessu sinni mun hann að öllum líkindum ná að spila deildarleik með liðinu. Danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen kláraði ekki síðasta tímabil með Blikum eftir að hafa haldið heim til Danmerkur um mitt sumar. Árni Vilhjálmsson er farinn erlendis á ný og mun spila í Frakklandi í vetur eftir að hafa staðið sig með prýði á síðustu leiktíð. Ungstirnin Ásgeir Galdur Guðmundsson og Ágúst Orri Þorsteinsson hafa samið við stórlið á Norðurlöndunum en báðir komu við sögu í einum deildarleik Breiðabliks síðasta sumar. Sömu sögu er að segja af Þorleifi Úlfarssyni sem leikur nú með Houston Dynamo í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Af þeim 23 þremur leikmönnum sem spiluðu deildarleik með Breiðablik á síðustu leiktíð eru níu horfnir á braut. Með þeim Mikkelsen og Árna eru 16 af 55 mörkum liðsins á síðustu leiktíð einnig horfin á braut. Meiðsli nýju leikmannana Breiðablik hefur ekki setið auðum höndum í vetur og sótt leikmenn til að fylla í þau skörð sem hafa verið höggvin í leikmannahóp liðsins. Tveir voru sérstaklega sóttir til að hjálpa til við markaskorun en þeir hafa báðir slitið krossband í hné og verða því ekki með í sumar. Hinn stóri og stæðilegi Pétur Theódór Árnason gekk til liðs við Blika síðasta haust eftir að hafa skorað 23 mörk í 21 leik með Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar. Pétur Theódór þekkir vel til Óskars Hrafns og Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, eftir að hafa leikið undir þeirra stjórn hjá Gróttu á sínum tíma. Því miður fyrir Pétur sleit hann krossband skömmu eftir að hafa gengið í raðir Blika og eru litlar sem engar líkur á að hann spili fyrir Breiðablik áður en tímabilinu 2022 lýkur. Sömu sögu er að segja af Juan Camilo Pérez sem gekk í raðir Breiðabliks frá Venesúela fyrr í vetur. Hann sleit krossband og liðþófa ásamt því að togna á liðband í æfingaleik gegn FC Kaupmannahöfn á Atlantic Cup í síðasta mánuði. „Það var mjög þungt að missa Pétur Theódór í nóvember og það er mjög þungt að missa leikmann á þessum tímapunkti, óháð stöðu, þjóðerni eða hverju sem er. Þetta eru bara blýþungar niðurstöður og maður finnur til með leikmönnunum. Þetta eru erfið meiðsli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn gegn FCK. Breiðablik hefur alls sótt fimm leikmenn í vetur og hinir þrír, tvær miðjumenn og einn einkar hávaxinn varnarmaður, eru sem betur fer heilir heilsu. Dagur Dan Þórhallsson kom frá Fylki þar sem hann lék aðallega út á væng. Óskar Hrafn og Halldór sjá Dag Dan hins vegar fyrir sér sem hluta af þriggja manna miðju liðsins. Ísak Snær Þorvaldsson kom frá ÍA en hann getur spilað annað hvort fyrir framan vörnina eða aðeins framar sem „teig í teig“ miðjumaður. Mikkel Qvist (2.03 metrar) var svo sóttur til Danmerkur en hann hefur lék með KA sumarið 2020 sem og síðasta sumar. Þá eru ungir leikmenn á borð við Anton Loga Lúðvíksson, Benedikt V. Warén og Stefán Inga Sigurðarson komnir til baka eftir að hafa verið á láni í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Að lokum er miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason snúinn aftur en hann lék ekkert á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Lengsta Íslandsmót allra tíma Blikar hafa ekki átt erfitt með að koma knettinum í netið það sem af er undirbúningstímabili. Liðið skoraði tvö mörk gegn B-liði Brentford og þrjú mörk gegn bæði FC Kaupmannahöfn og Midtjylland á Atlantic Cup í Portúgal. Í Lengjubikarnum hefur liðið skorað sjö mörk í tveimur leikjum: Þrjú gegn ÍA og fjögur gegn Fjölni. Kristinn Steindórsson hefur spilað sem fremsti maður í flæðandi sóknarleik liðsins og staðið sig frábærlega. Hann skoraði í öllum þremur leikjum liðsins í Portúgal sem og gegn ÍA. Hann gat ekki skorað gegn Fjölni þar sem hann kom ekki við sögu. Kristinn fagnar ásamt Árna Vilhjálmssyni á síðustu leiktíð en þá lék Kristinn aðallega úti á vinstri væng í 4-3-3 leikkerfi Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er hins vegar - líkt og önnur lið í Bestu deildinni - að fara inn í lengsta Íslandsmót frá upphafi þar sem hvert lið mun spila 27 deildarleiki. Liðið ætlar sér einnig langt í bikarkeppni KSÍ og ef við gefum okkur það að Breiðablik endurtaki árangur sinn í Evrópu frá síðustu leiktíð verða leikir sumarsins milli 36 og 38 talsins. Hvaðan koma mörkin ef eitthvað bjátar á? Það er því spurning hvað gerist ef það fer að hægja á Kristni eða ef hann meiðist. Jason Daði Svanþórsson hefur verið að glíma við meiðsli og óvíst er hvort hann nái að hefja tímabilið af jafn miklum krafti og hann gerði á síðustu leiktíð. Ef þessir tveir eru ekki í markaskónum er ljóst að miðja liðsins þarf að hjálpa til við markaskorun og svo virðist sem miðjumenn liðsins séu meðvitaðir um þá staðreynd. Gísli Eyjólfsson skoraði gegn bæði FCK og Midtjylland á meðan Dagur Dan og Ísak Snær skoruðu báðir gegn Fjölni. Það er deginum ljósara að Breiðablik er með ógnarsterkt byrjunarlið, mjög sterkan leikmannahóp og fært þjálfarateymi. Stærstu spurningarnar eru hvort síðasta tímabil sitji í leikmönnum og hvað gerist ef fremsti maður liðsins verður í krummafót á einhverjum tímapunkti. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur margoft sýnt að ekki þarf eiginlega „níu“ til a spila frábæran sóknarleik. Breiðablik er hins vegar ekki með Lionel Messi, Kevin De Bruyne eða Phil Foden í sínum röðum. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Breiðabliks í sumar að mati Alberts Brynjars Ingasonar, sérfræðingi Lengjubikarmarkanna. Þar leiðir Kristinn línuna og ljóst er pressan verður mikil á honum í sumar. Líklegt byrjunarlið Breiðabliks sumarið 2022.Stöð 2 Sport Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Offramboð á sóknarþenkjandi mönnum í Víkinni Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal. 12. febrúar 2022 09:00 Blásið til sóknar á Hlíðarenda Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Til þessa hefur Vísir fjallað um offramboð á sóknarþenkjandi leikmönnum í herbúðum Íslands- og bikarmeistara Víkings sem og Val sem hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum. Bæði lið hafa svo styrkt sig enn frekar frá því að greinarnar birtust og hver veit nema Blikar geri slíkt hið sama áður en Besta deildin hefst með pompi og prakt þann 18. apríl. Breiðablik var hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Tvær vítaspyrnur, önnur í vesturbæ Reykjavíkur og hin í Hafnafirði, þýddu að á endanum stóð Víkingur uppi sem Íslandsmeistari árið 2022. Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans hjá Breiðablik hafa hins vegar tilkynnt landi og þjóð að í sumar sé stefnan sett á að landa þeim stóra. Margir horfnir á braut Lið Breiðabliks er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð og hafa nokkrir stórir póstar horfið á braut. Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hóf tímabilið 2021 með Blikum en var seldur til CF Montréal skömmu síðar. Hægri bakvörðurinn Davíð Örn Atlason er genginn í raðir Víkings á nýjan leik. Hann var mikið meiddur síðasta sumar en kom að endingu við sögu í 10 deildarleikjum. Alexander Helgi Sigurðarson lék stórt hlutverk á miðju liðsins en er nú farinn í nám til Svíþjóðar og hefur fengið félagaskipti í Vasalunds IF. Miðjumaðurinn orkumikli Finnur Orri Margeirsson gekk í raðir FH. Ekki í fyrsta skipti á ferlinum en að þessu sinni mun hann að öllum líkindum ná að spila deildarleik með liðinu. Danski markahrókurinn Thomas Mikkelsen kláraði ekki síðasta tímabil með Blikum eftir að hafa haldið heim til Danmerkur um mitt sumar. Árni Vilhjálmsson er farinn erlendis á ný og mun spila í Frakklandi í vetur eftir að hafa staðið sig með prýði á síðustu leiktíð. Ungstirnin Ásgeir Galdur Guðmundsson og Ágúst Orri Þorsteinsson hafa samið við stórlið á Norðurlöndunum en báðir komu við sögu í einum deildarleik Breiðabliks síðasta sumar. Sömu sögu er að segja af Þorleifi Úlfarssyni sem leikur nú með Houston Dynamo í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Af þeim 23 þremur leikmönnum sem spiluðu deildarleik með Breiðablik á síðustu leiktíð eru níu horfnir á braut. Með þeim Mikkelsen og Árna eru 16 af 55 mörkum liðsins á síðustu leiktíð einnig horfin á braut. Meiðsli nýju leikmannana Breiðablik hefur ekki setið auðum höndum í vetur og sótt leikmenn til að fylla í þau skörð sem hafa verið höggvin í leikmannahóp liðsins. Tveir voru sérstaklega sóttir til að hjálpa til við markaskorun en þeir hafa báðir slitið krossband í hné og verða því ekki með í sumar. Hinn stóri og stæðilegi Pétur Theódór Árnason gekk til liðs við Blika síðasta haust eftir að hafa skorað 23 mörk í 21 leik með Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar. Pétur Theódór þekkir vel til Óskars Hrafns og Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, eftir að hafa leikið undir þeirra stjórn hjá Gróttu á sínum tíma. Því miður fyrir Pétur sleit hann krossband skömmu eftir að hafa gengið í raðir Blika og eru litlar sem engar líkur á að hann spili fyrir Breiðablik áður en tímabilinu 2022 lýkur. Sömu sögu er að segja af Juan Camilo Pérez sem gekk í raðir Breiðabliks frá Venesúela fyrr í vetur. Hann sleit krossband og liðþófa ásamt því að togna á liðband í æfingaleik gegn FC Kaupmannahöfn á Atlantic Cup í síðasta mánuði. „Það var mjög þungt að missa Pétur Theódór í nóvember og það er mjög þungt að missa leikmann á þessum tímapunkti, óháð stöðu, þjóðerni eða hverju sem er. Þetta eru bara blýþungar niðurstöður og maður finnur til með leikmönnunum. Þetta eru erfið meiðsli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn gegn FCK. Breiðablik hefur alls sótt fimm leikmenn í vetur og hinir þrír, tvær miðjumenn og einn einkar hávaxinn varnarmaður, eru sem betur fer heilir heilsu. Dagur Dan Þórhallsson kom frá Fylki þar sem hann lék aðallega út á væng. Óskar Hrafn og Halldór sjá Dag Dan hins vegar fyrir sér sem hluta af þriggja manna miðju liðsins. Ísak Snær Þorvaldsson kom frá ÍA en hann getur spilað annað hvort fyrir framan vörnina eða aðeins framar sem „teig í teig“ miðjumaður. Mikkel Qvist (2.03 metrar) var svo sóttur til Danmerkur en hann hefur lék með KA sumarið 2020 sem og síðasta sumar. Þá eru ungir leikmenn á borð við Anton Loga Lúðvíksson, Benedikt V. Warén og Stefán Inga Sigurðarson komnir til baka eftir að hafa verið á láni í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Að lokum er miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason snúinn aftur en hann lék ekkert á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Lengsta Íslandsmót allra tíma Blikar hafa ekki átt erfitt með að koma knettinum í netið það sem af er undirbúningstímabili. Liðið skoraði tvö mörk gegn B-liði Brentford og þrjú mörk gegn bæði FC Kaupmannahöfn og Midtjylland á Atlantic Cup í Portúgal. Í Lengjubikarnum hefur liðið skorað sjö mörk í tveimur leikjum: Þrjú gegn ÍA og fjögur gegn Fjölni. Kristinn Steindórsson hefur spilað sem fremsti maður í flæðandi sóknarleik liðsins og staðið sig frábærlega. Hann skoraði í öllum þremur leikjum liðsins í Portúgal sem og gegn ÍA. Hann gat ekki skorað gegn Fjölni þar sem hann kom ekki við sögu. Kristinn fagnar ásamt Árna Vilhjálmssyni á síðustu leiktíð en þá lék Kristinn aðallega úti á vinstri væng í 4-3-3 leikkerfi Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er hins vegar - líkt og önnur lið í Bestu deildinni - að fara inn í lengsta Íslandsmót frá upphafi þar sem hvert lið mun spila 27 deildarleiki. Liðið ætlar sér einnig langt í bikarkeppni KSÍ og ef við gefum okkur það að Breiðablik endurtaki árangur sinn í Evrópu frá síðustu leiktíð verða leikir sumarsins milli 36 og 38 talsins. Hvaðan koma mörkin ef eitthvað bjátar á? Það er því spurning hvað gerist ef það fer að hægja á Kristni eða ef hann meiðist. Jason Daði Svanþórsson hefur verið að glíma við meiðsli og óvíst er hvort hann nái að hefja tímabilið af jafn miklum krafti og hann gerði á síðustu leiktíð. Ef þessir tveir eru ekki í markaskónum er ljóst að miðja liðsins þarf að hjálpa til við markaskorun og svo virðist sem miðjumenn liðsins séu meðvitaðir um þá staðreynd. Gísli Eyjólfsson skoraði gegn bæði FCK og Midtjylland á meðan Dagur Dan og Ísak Snær skoruðu báðir gegn Fjölni. Það er deginum ljósara að Breiðablik er með ógnarsterkt byrjunarlið, mjög sterkan leikmannahóp og fært þjálfarateymi. Stærstu spurningarnar eru hvort síðasta tímabil sitji í leikmönnum og hvað gerist ef fremsti maður liðsins verður í krummafót á einhverjum tímapunkti. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur margoft sýnt að ekki þarf eiginlega „níu“ til a spila frábæran sóknarleik. Breiðablik er hins vegar ekki með Lionel Messi, Kevin De Bruyne eða Phil Foden í sínum röðum. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Breiðabliks í sumar að mati Alberts Brynjars Ingasonar, sérfræðingi Lengjubikarmarkanna. Þar leiðir Kristinn línuna og ljóst er pressan verður mikil á honum í sumar. Líklegt byrjunarlið Breiðabliks sumarið 2022.Stöð 2 Sport
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Offramboð á sóknarþenkjandi mönnum í Víkinni Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal. 12. febrúar 2022 09:00 Blásið til sóknar á Hlíðarenda Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Offramboð á sóknarþenkjandi mönnum í Víkinni Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal. 12. febrúar 2022 09:00
Blásið til sóknar á Hlíðarenda Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir. 18. janúar 2022 07:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti