UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 13:00 Cain Velasquez sést hér handjárnaður í réttarsal Santa Clara County Hall í gær. AP/Aric Crabb UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira