Þórir tilnefndur sem besti þjálfari heims Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 16:00 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á HM á Spáni í desember. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt um tilnefningar til bestu þjálfara og leikmanna heims árið 2021 og einn Íslendingur er þar á meðal. Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi
Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn
Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don
Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira