Brotlending ábyrgrar fjármálastjórnar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun