Talið að Ronaldo missi af Manchester-slagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 10:30 Cristiano Ronaldo og Ralph Rangnick. Chris Brunskill/Getty Images Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur er leikmenn Manchester United hittust á Lowry-hótelinu í gærkvöld til að undirbúa sig fyrir stórleik dagsins er þeir mæta Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum. Alls vantaði fjóra leikmenn sem væru öllu jafna í hóp liðsins. Stærsta nafnið sem var hvergi sjáanlegt er leikmenn Man United mættu á hótelið var aðalstjarna liðsins, Ronaldo sjálfur. Hann hefur leidd línu liðsins að undanförnu en ekki fundið netmöskvana, það er hins vegar ljóst að reynsla hans myndi reynast ansi dýrmæt í leik sem þessum. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í vetur er hinn 37 ára gamli Ronaldo markahæsti leikmaður United-liðsins á tímabilinu. Í 23 leikjum í deildinni hefur hann skorað 9 mörk og lagt upp önnur þrjú. Í Meistaradeild Evrópu er hann svo með sex mörk í sex leikjum. Edinson Cavani var sömuleiðis hvergi sjáanlegur en hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára og virðist sem þolinmæði Ralph Rangnick, þjálfara Man Utd, í garð framherjans hárprúða sé á þrotum. Þá voru varnarmennirnir Luke Shaw og Raphaël Varane hvergi sjáanlegir en það er deginum ljósara að það væri gríðarlegt högg fyrir Rangnick og lærisveina hans að vera án þessara sterku leikmanna í dag. Manchester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig eftir 27 leiki, þremur meira en Liverpool sem er í 2. sætinu. Manchester United er í 4. sæti sem stendur með 47 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sport Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Stærsta nafnið sem var hvergi sjáanlegt er leikmenn Man United mættu á hótelið var aðalstjarna liðsins, Ronaldo sjálfur. Hann hefur leidd línu liðsins að undanförnu en ekki fundið netmöskvana, það er hins vegar ljóst að reynsla hans myndi reynast ansi dýrmæt í leik sem þessum. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í vetur er hinn 37 ára gamli Ronaldo markahæsti leikmaður United-liðsins á tímabilinu. Í 23 leikjum í deildinni hefur hann skorað 9 mörk og lagt upp önnur þrjú. Í Meistaradeild Evrópu er hann svo með sex mörk í sex leikjum. Edinson Cavani var sömuleiðis hvergi sjáanlegur en hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára og virðist sem þolinmæði Ralph Rangnick, þjálfara Man Utd, í garð framherjans hárprúða sé á þrotum. Þá voru varnarmennirnir Luke Shaw og Raphaël Varane hvergi sjáanlegir en það er deginum ljósara að það væri gríðarlegt högg fyrir Rangnick og lærisveina hans að vera án þessara sterku leikmanna í dag. Manchester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig eftir 27 leiki, þremur meira en Liverpool sem er í 2. sætinu. Manchester United er í 4. sæti sem stendur með 47 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sport Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira