Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 12:16 Almar Guðmundsson vann Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði í baráttunni um oddvitasætið í Garðabæ, en það var handagangur í öskjunni eftir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“ Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06
Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47