Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 20:05 Bjarki Jónasson með eina af lopapeysunum, sem hann hefur prjónað. Það tekur hann um þrjá daga að prjóna svona peysu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira