Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal sem kostaði 2,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 12:30 Stefnan er tekin á það að vera alveg sjálfbær úti í Portúgal og eru þau strax byrjuð að sinna ræktun af miklum krafti. Axel, Kitta og dóttir þeirra Ylfa Lotta voru búin að fá nóg af kuldanum og asanum í stórborginni Berlín þegar þau ákváðu að kaupa sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli árið 2017. Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira