„Sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 14:01 Nikita Mazepin er ekki lengur Formúlu 1 ökumaður og fyrirtæki pabba hans, Uralkali, er ekki lengur á klæðnaði eða bílum Haas-liðsins. Getty/Mark Thompson Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin segist fyrst hafa heyrt af því í fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1-liðinu Haas á dögunum. Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar. Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar.
Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira