Býr til útópíska heima Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. mars 2022 15:30 Listakonan María Guðjohnsen hannar grafíkina fyrir Reykjavíkurdætur í Söngvakeppnis atriði þeirra. María Guðjohnsen/Aðsend María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. María in action með Reykjavíkurdætrunum Þuru Stínu og Karítas.Aðsend Vísindaskáldskapur og sérstök fagurfræði „Ég vinn aðallega með grafík á skjá þar sem ég bý til útópíska heima,“ segir María en hún sækir innblástur á áhugaverða staði. „Verkin mín eru vangaveltur um tilveruna sem að við tilheyrum, með innblæstri úr vísindaskáldskap og mjög sérstakri fagurfræði. Ég er stöðugt að leita að nýjum miðlum til þess að skoða heiminn en miðlarnir eru þó yfirleitt alltaf bundnir við einhverskonar tölvu eða tækni, svo sem sýndarveruleika, varpanir, gervigreind eða hefðbundna skjái.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Fjölbreytileikinn er ríkjandi í verkefnum Maríu þar sem hún hefur meðal annars unnið að tónlistarmyndböndum, plötu coverum, auglýsingum, hreyfimyndagerð og bíómyndum ásamt því að setja upp sínar eigin listasýningar. Þessi fjölhæfa listakona takmarkar sig ekki við afmarkaðan miðil. „Ég er með bakgrunn í grafískri hönnun og ljósmyndun en ég festist ekki í því. Ég hafði alltaf þörf fyrir einhvers konar listræna útrás en það tók smá tíma að finna út úr því hvað ég vildi gera. Ég hef aldrei verið góð í höndunum, að teikna eða mála og það var alltaf mjög hamlandi. Svo fann ég þrívíddarhönnun og þá einhvern veginn small allt saman. Þar fæ ég að koma mínum hugsunum og fagurfræði niður á blað, án takmarkanna. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Stuðbolti umkringd ringulreið Starf Maríu krefst mikillar orku bæði í hugsun og verki en sem betur á hún ekki í vandræðum með það. „Mér hefur verið lýst sem mjög miklum stuðbolta og það er oft mikil ringulreið í kringum mig. Mér finnst verkin mín endurspegla þá orku vel. Ég er reyni að tjá það viðhorf og er ekki að taka neinu of alvarlega. Ég er oftast bara að leika mér og prufa.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Aðspurð hvernig listsköpun hennar hefur þróast á undanförnum árum segir María að margt hafi breyst og hún sé orðin mikið færari en hún var. Þrátt fyrir það virðist hún alltaf halda í einhverjar rætur. „Ef ég horfi til baka þá er ég að sjá mjög svipað stílbragð á verkum sem að ég gerði fyrst þegar ég byrjaði og núna. Þessi samkvæmni gagnvart sjálfri mér kemur mér mjög á óvart þar sem ég hugsa allt mjög kaotískt en ég er ennþá að nota sömu línur og form, sömu litapallettur og sama viðhorf, bara orðin aðeins klárari og farin að vinna stærri verkefni.“ Vinnur vel með Reykjavíkurdætrum View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Samstarf Maríu og Reykjavíkurdætra hófst fyrir tveimur árum síðan þegar María hannaði plötucover fyrir plötuna Soft Spot. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) „Í kjölfarið hannaði ég logo og svona heildar look fyrir þær. Við höfum verið í samstarfi síðan þá en atriðið í söngvakeppninni er klárlega stærsta verkefnið sem að við vinnum saman.“ María segir samstarfið ganga vel. „Ég fékk mjög mikið listrænt frelsi og ég er mjög þakklát fyrir það hvað þær treystu mér vel. Atriðið fjallar um einhvers konar ferðalag þeirra Reykjavíkurdætra saman en einnig um þær sem einstakar persónur með sín sér einkenni. Ég bjó þá til nokkra heima sem að sæmir hverri og einni og er atriðið ferðalag í gegnum þessa heima. Við endum svo á Þingvöllum sem vitnar í augnablik í tónlistar vídjóinu þeirra þar sem maður er allt í einu komin úr diskókúlunni þeirra og út í íslenska náttúru.“ Ævintýrin í Bandaríkjunum María er, sem áður segir, búsett í Bandaríkjunum og segir hún flutninginn þangað hafa verið mest spennandi verkefni sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) „Ég bjó í fimm ár í Berlín og var búin að koma mér mjög vel fyrir þar en svo langaði mig að taka mér eitthvað stærra fyrir hendur og ákvað að stefna beint á New York. Þar er góð myndlistarsena og það hefur gengið vel þar, ég er búin að kynnast skemmtilegu fólki og fá spennandi tækifæri. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Ég er búin að sýna verkin mín á Times Square og nú síðast var ég með verk á listahátíðinni Frieze í Los Angeles. Ásamt því er ég að klára meistaragráðu í School of Visual Arts þar sem ég er að læra Computer Fine Arts.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Einkasýning í bígerð Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari listakonu en í næstu viku þarf hún að snúa aftur til New York og mæta í skólann. „Ég er búin að vera að skrópa svolítið fyrir þessa för í Söngvakeppnina. Ég er líka á fullu úti að vinna í mjög mismunandi verkefnum. Svo er ég búin að vera að vinna að einkasýningu í smá tíma sem að ég er að vonast til þess að geta sýnt bæði hér og í New York,“ segir María að lokum. Menning Myndlist Tónlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01 Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
María in action með Reykjavíkurdætrunum Þuru Stínu og Karítas.Aðsend Vísindaskáldskapur og sérstök fagurfræði „Ég vinn aðallega með grafík á skjá þar sem ég bý til útópíska heima,“ segir María en hún sækir innblástur á áhugaverða staði. „Verkin mín eru vangaveltur um tilveruna sem að við tilheyrum, með innblæstri úr vísindaskáldskap og mjög sérstakri fagurfræði. Ég er stöðugt að leita að nýjum miðlum til þess að skoða heiminn en miðlarnir eru þó yfirleitt alltaf bundnir við einhverskonar tölvu eða tækni, svo sem sýndarveruleika, varpanir, gervigreind eða hefðbundna skjái.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Fjölbreytileikinn er ríkjandi í verkefnum Maríu þar sem hún hefur meðal annars unnið að tónlistarmyndböndum, plötu coverum, auglýsingum, hreyfimyndagerð og bíómyndum ásamt því að setja upp sínar eigin listasýningar. Þessi fjölhæfa listakona takmarkar sig ekki við afmarkaðan miðil. „Ég er með bakgrunn í grafískri hönnun og ljósmyndun en ég festist ekki í því. Ég hafði alltaf þörf fyrir einhvers konar listræna útrás en það tók smá tíma að finna út úr því hvað ég vildi gera. Ég hef aldrei verið góð í höndunum, að teikna eða mála og það var alltaf mjög hamlandi. Svo fann ég þrívíddarhönnun og þá einhvern veginn small allt saman. Þar fæ ég að koma mínum hugsunum og fagurfræði niður á blað, án takmarkanna. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Stuðbolti umkringd ringulreið Starf Maríu krefst mikillar orku bæði í hugsun og verki en sem betur á hún ekki í vandræðum með það. „Mér hefur verið lýst sem mjög miklum stuðbolta og það er oft mikil ringulreið í kringum mig. Mér finnst verkin mín endurspegla þá orku vel. Ég er reyni að tjá það viðhorf og er ekki að taka neinu of alvarlega. Ég er oftast bara að leika mér og prufa.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Aðspurð hvernig listsköpun hennar hefur þróast á undanförnum árum segir María að margt hafi breyst og hún sé orðin mikið færari en hún var. Þrátt fyrir það virðist hún alltaf halda í einhverjar rætur. „Ef ég horfi til baka þá er ég að sjá mjög svipað stílbragð á verkum sem að ég gerði fyrst þegar ég byrjaði og núna. Þessi samkvæmni gagnvart sjálfri mér kemur mér mjög á óvart þar sem ég hugsa allt mjög kaotískt en ég er ennþá að nota sömu línur og form, sömu litapallettur og sama viðhorf, bara orðin aðeins klárari og farin að vinna stærri verkefni.“ Vinnur vel með Reykjavíkurdætrum View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Samstarf Maríu og Reykjavíkurdætra hófst fyrir tveimur árum síðan þegar María hannaði plötucover fyrir plötuna Soft Spot. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) „Í kjölfarið hannaði ég logo og svona heildar look fyrir þær. Við höfum verið í samstarfi síðan þá en atriðið í söngvakeppninni er klárlega stærsta verkefnið sem að við vinnum saman.“ María segir samstarfið ganga vel. „Ég fékk mjög mikið listrænt frelsi og ég er mjög þakklát fyrir það hvað þær treystu mér vel. Atriðið fjallar um einhvers konar ferðalag þeirra Reykjavíkurdætra saman en einnig um þær sem einstakar persónur með sín sér einkenni. Ég bjó þá til nokkra heima sem að sæmir hverri og einni og er atriðið ferðalag í gegnum þessa heima. Við endum svo á Þingvöllum sem vitnar í augnablik í tónlistar vídjóinu þeirra þar sem maður er allt í einu komin úr diskókúlunni þeirra og út í íslenska náttúru.“ Ævintýrin í Bandaríkjunum María er, sem áður segir, búsett í Bandaríkjunum og segir hún flutninginn þangað hafa verið mest spennandi verkefni sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) „Ég bjó í fimm ár í Berlín og var búin að koma mér mjög vel fyrir þar en svo langaði mig að taka mér eitthvað stærra fyrir hendur og ákvað að stefna beint á New York. Þar er góð myndlistarsena og það hefur gengið vel þar, ég er búin að kynnast skemmtilegu fólki og fá spennandi tækifæri. View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Ég er búin að sýna verkin mín á Times Square og nú síðast var ég með verk á listahátíðinni Frieze í Los Angeles. Ásamt því er ég að klára meistaragráðu í School of Visual Arts þar sem ég er að læra Computer Fine Arts.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Einkasýning í bígerð Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari listakonu en í næstu viku þarf hún að snúa aftur til New York og mæta í skólann. „Ég er búin að vera að skrópa svolítið fyrir þessa för í Söngvakeppnina. Ég er líka á fullu úti að vinna í mjög mismunandi verkefnum. Svo er ég búin að vera að vinna að einkasýningu í smá tíma sem að ég er að vonast til þess að geta sýnt bæði hér og í New York,“ segir María að lokum.
Menning Myndlist Tónlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01 Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00