Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 14:32 Anatoliy Tymoshchuk í baráttu við Wayne Rooney í leik Englands og Úkraínu á EM 2012. getty/Martin Rose Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira