Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 14:32 Anatoliy Tymoshchuk í baráttu við Wayne Rooney í leik Englands og Úkraínu á EM 2012. getty/Martin Rose Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira